Fara í efni

Vigdís á upplýsingafundi almannavarna

Til baka
Rögnvaldur, Vigdís og Þorsteinn.
Rögnvaldur, Vigdís og Þorsteinn.

Vigdís á upplýsingafundi almannavarna

Vigdís framkvæmdastjóri var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis miðvikudaginn 18. nóvember ásamt Þorsteini Sæberg formanni Skólastjórafélags Íslands.

Vigdís hóf fundinn á því að hvetja alla, hvort sem viðkomandi væri í starfsendurhæfingu eða ekki, til þess að hlúa vel að heilsunni – andlegri og líkamlegri, vera virk, skapa sér rútínu með skipulegri hreyfingu við hæfi og brjóta daginn reglulega upp.

Hún sagði starfsfólk VIRK hafa mætt miklum áskorunum, líkt og aðrir, við að halda uppi þjónustu við einstaklinga í starfsendurhæfingu en að þau hafi lagt mikla áherslu á að halda uppi þjónustustigi og bjóða öllum þjónustuþegum í viðtal, annað hvort með fjarfunda­búnaði eða á staðnum.

Vigdís sagði að þjónustuaðilar VIRK hefðu staðið sig mjög vel í að halda uppi óskertri þjónustu en að það væru þó alltaf einhver úrræði, eins og líkamsrækt, sem erfitt sé að halda úti. Lögð hafi verið mikil áhersla á að bjóða upp á fjarúrræði þar sem það er hægt.

Hún sagði þau eiga erfiðast sem séu að glíma við félagslega einangrun, kvíða og þunglyndi og taldi að nauðsynlegt væri að taka vel utan um þennan hóp í samfélaginu og lýsti yfir áhyggjum að þessi hópur gæti stækkað og sagði að mikilvægt væri að takast á við það. Vigdís sagði starfsemi VIRK miða mikið að því að koma í veg fyrir slíkt og benti í því samhengi á síðuna velvirk.is og þau úrræði sem þar eru í boði fyrir alla, sem nýtast ekki aðeins þeim sem eru í starfsendurhæfingu.

Vigdís sagði að lokum að mikilvægt væri að gæta að samskiptum og að hefja upp þau grunngildi sem einkenna þau eins og umhyggja, jákvæðni, þakklæti, tillitssemi og góðvild. Ef við leggjum áherslu á þessa þætti í samskiptum okkar á milli þá höfum við góð áhrif á hvort annað og það smiti út frá sér. Það geti haft ótrúlega góð áhrif á líðan fólks og samfélagið allt í kjölfarið.

Sjá upplýsingafund almannavarna og landlæknis 18. nóvember í heild sinni hér.

 


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband