Fjarverustefnur og fjarverusamtal
Markmið með fjarverustjórnun er fyrst og fremst að fækka fjarveru á vinnustað og stytta fjarvistatímann. Einnig að leiðbeina og móta viðhorf stjórnenda og starfsmanna til veikindafjarveru og ýta undir þær áherslur að vinnustaðurinn er mikilvægur fyrir líðan og velferð einstaklinga. Hér skipta forvarnir miklu máli.
Ástæður fjarveru eru bæði fjölþættar og flóknar, bæði innan og utan vinnustaðarins og því er mikilvægt fyrir stjórnendur að hafa viðmið og leiðbeiningar að fara eftir þegar rætt er um ástæður veikindafjarveru eða þegar aðgerða er þörf. Sjúkdómar eru einkamál starfsmanns en veikindafjarvera hefur áhrif á vninustaðinn og hana þarf að ræða.
Stjórnendur gegna lykilhlutverki varðandi stjórnun og meðferð fjarveru en mikilvægt er að starfsmenn þekki til stefnu eða viðmið vinnustaðarins varðandi fjarveru. Til að ná sem bestum árangri í fjarverustjórnun er mikilvægt að hafa gott samstarf og skilning milli stjórnenda og starfsmanna á vinnustaðnum. Auk þess er brýnt að stéttarfélög, læknar og heilbrigðiskerfið taki virkan þátt í ferli fjarverustjórnunar.
Fyrir stjórnendur
Nokkrar ábendingar við mótun fjarverustefnu
Fjarverustefna skref fyrir skref
Fjarverustefna - Dæmi 1
Fjarverustefna - Dæmi 2
Leiðbeiningar um fjarvistasamtal vegna skammtímafjarveru
Samtal um skammtímafjarveru eyðublað pdf. 3. útg.
Ferli um forvarnir á vinnustað og endurkomu til vinnu - líkan
Fyrir starfsfólk
Upplýsingar um fjarverusamtal og samskipti í veikindum
Samtal um skammtímafjarveru eyðublað pdf. 3. útg.