Fara í efni

Staðreyndir um kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi

Konur eru líklegastar til að verða fyrir kynferðilegri og kynbundnu áreiti og ofbeldi. Þrír samfélagshópar eru mest útsett fyrir áreitni og ofbeldi og eru það konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur og hinsegin fólk.

Valdatengsl

Sá sem beitir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni er oftar en ekki með meiri völd á vinnustað en þolandinn og eins er gerandi iðulega eldri en þolandinn. Gerendur hafa oftar ákveðin forréttindi og völd en þolendur líklegri til að vera jaðarsettir og í minni valdastöðu.

Úr rannsókninni Áfallasaga kvenna 2022

34% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað á starfsævinni. 8% kvenna á núverandi vinnustað.

Ákveðnar stéttir eru í meiri áhættu en aðrar:

  • Ferðaþjónusta
  • Réttarvarsla og öryggisgeiri
  • Framleiðsla- og viðhaldsgeiri
  • Konur á opinberum vettvangi – sviðslistir, tónlist, blaðamennska og stjórnmál

Vinnutími hefur áhrif. Konur í vaktavinnu, með óreglulegan og langan vinnutíma eru útsettari. Þar eru konur líklegri til að vera einar að störfum með gerendum og því engin vitni. Sjá nánar hér og hér. 

Úr rannsókninni Valdbeiting á vinnustað 2020

25% kvenna og 7% karla hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á starfsferlinum. Algengustu gerendur voru karlkyns; karlkyns samstarfsfélagar (49%), karlkyns stjórnendur (32%) og karlkyns viðskiptavinir eða skjólstæðingar (27%). Líklegra er að brotið sé á fötluðum en ófötluðum eða 21% á móti 15%. Sjá nánar hér. 

Hafa samband