Tekið skal fram að VIRK veitir ekki meðferð eða bráðaþjónustu. Ef um verulega vanlíðan er að ræða bendum við á Heilsugæsluna og 112.
Einstaklingar geta sent inn fyrirspurn ef þeim finnst þeir eiga orðið erfitt með að sinna starfinu sínu, þurfa ráðgjöf eða upplýsingar til að ná betri tökum í starfi eða vilja skoða hvort þörf sé fyrir önnur úrræði svo sem starfsendurhæfingu hjá VIRK.
Ekki er um að ræða formlega ráðgjöf heldur stutt símaviðtal til að benda á upplýsingar, finna lausnir og úrræði.
Stjórnendur geta sent inn fyrirspurn þegar þá vantar að finna lausnir til að efla starfsfólk sem virðist eiga orðið erfitt með að sinna starfi sínu vegna álagstengdra einkenna. Ekki er um að ræða formlega rágjöf eða inngrip á vinnustöðum heldur aðstoð við að finna viðeigandi leiðir.
Viðtakandi fyrirspurnar er sérfræðingur Velvirk í starfi sem svarar eða hringir til baka.
Stefnt er að því að svar berist innan tveggja virkra daga.