Fara í efni

Greinar og viðtöl

Langvinnir verkir, starfsendurhæfing og endurkoma til vinnu

Í starfsendurhæfingu er nauðsynlegt að geta hugað að styrkleikum og hindrunum samtímis. Mikilvægt er að átta sig á því hvernig heilsufar og færniskerðingar hafa áhrif á atvinnuþátttöku en jafnframt er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvaða færni og styrkleikar eru til staðar sem nýst geta á vinnumarkaði.

Fyrirtæki áhugasöm um vinnuafl frá VIRK

Á miðvikudögum er Telma Dögg Guðlaugsdóttir atvinnulífstengill yfirleitt að störfum í húsakynnum VIRK í Borgartúni og þar hittum við hana fyrir. Hennar vinnustaður er þó í Reykjanesbæ þar sem hún aðstoðar þjónustuþega VIRK á Suðurnesjum í atvinnuleit.

Stöðug þróun og góður árangur

„Þessi vegferð undanfarinna 15 ára hefur verið bæði skemmtileg og gefandi en líka stundum krefjandi og þroskandi. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða."

Heilsueflandi vinnustaður

Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.

Mannauðsmál – Jafnrétti er ákvörðun

Vorið 2018 hlaut VIRK fyrstu jafnlaunavottun ÍST 85:2012 og voru þar með brautryðjendur í að öðlast þá vottun hjá fyritæki af okkare stærðargráðu. Nú höfum við farið í gegnum fjórar vottanir frá þeim tíma og þann 15. febrúar sl. fór fram viðhaldsúttekt sem skilaði okkur afar góðri niður stöðu.

Heilsa, lífskjör og félagslegur jöfnuður

Það er óumdeilt að góð heilsa er mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Gott almennt heilsufar er ekki einungis auðlind hverrar þjóðar heldur skiptir einnig sköpum í gangverki hins hnattræna hagkerfis.

Virkjum góð samskipti

VIRK hefur á undanförnum árum staðið fyrir vitundarvakningum í tenglsum við Velvirk forvarnarverkefni VIRK sem nú er orðið að sérstöku formvarnarsviði hjá VIRK.

Hafa samband